- lokið
- í vinnslu
- í bið
Sumt í umhverfi okkar er auðvelt að færa til betri vegar!
Það er tiltölulega auðvelt að taka til á atvinnulóðum, þökuleggja, gróðursetja eða rétta við hallandi götuskilti og auðvelt er að plokka rusl og koma á réttan stað. Annað þarf að vinna með sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum.
Úrbótaganga er skipulögð ganga í hverju sveitarfélagi þar sem íbúarnir gera úttekt á öllu sem laga má í umhverfinu. Tilgangurinn er að bæta ásýnd samfélagsins og gera upplifun íbúa og gesta ánægjulegri.
Þessi síða býður fólki að gera ábendingar og koma með tillögur um úrbætur án þess að fara í úrbótagöngu.