#167
Andlitslyfting Reyðarfjarðar
Lýsing
Þegar ekið er í gegn um Reyðarfjörð er oftast farið um Ægisgötu meðfram sjónum. Það er iðnaðarhverfi sem er ekki aðlaðandi og gefur ekki fallega fyrstu sýn af Reyðarfirði.
Ef hægt væri að græða upp lóðir og gróðursetja tré væri hægt að fegra og fela vinnutæki og annað sem er á staðnum. Á meðfylgjandi mynd eru rauðar merkingar af tillögur af svæðum sem hægt væri að lappa upp á.
Svipaður hlutur var gerður nýverið á reit fyrir neðan Krónuna og heppnaðist vel.
Þó akkúrat þessir reitir yrðu ekki fyrir valinu þá er nóg af reitum sem hægt væri að lappa upp á.