Úrbótaganga samfélagsins
Úrbótagangan er liður í áfangastaðaáætlun Austurlands og er stýrt af Austurbrú í samstarfi við sveitarfélögin. Göngunni er ætlað að gera okkur íbúana meðvitaðri um umhverfið og það hvernig við getum haft áhrif á ásýnd þess og upplifun gesta okkar. Það er margt sem íbúar geta gert sjálfir en annað sem þeir geta hvatt fyrirtæki eða sveitarfélög til að framkvæma.
Hópur fólks fer saman í gönguferð um skilgreint svæði með það að leiðarljósi að gera úttekt á öllu sem bæta má í umhverfinu. Sum verkefni eru auðleyst, líkt og að taka til og henda rusli, annað þarf aðkomu fyrirtækja og/eða stofnanna og kann að vera sett á langtímaáætlun.